Gömul skjölum frá Gautlöndum 1819 − 1936
Skjöl úr möppu sem Gautlandabændur varðveittu og afhentu mér til að skanna í október 2024. Númeraði ég þau og skannaði í þeirri röð sem mér bárust þau í hendurnar. Það eru númerin í hornklofunum.Hér eru þau skráð í tímröð eftir því sem hægt er, og gefin stutt lýsing á þeim. Gengið var frá skjölunum á viðeigandi hátt og verða þau afhent skjalasafni. Ég hef vélritað texta skjalanna eftir getu og eru þeir aðgengilegir hér. á góu 2025/geirfinnur
Síðar hefur verið bætt við öðrum merkum skjölum
og er uppruna þeirra getið í lýsingu.
|
1819 [003] |
Lögfesta fyrir Sveinsströnd.
Lýsing Jóns Jónssonar 13. maí 1819. |
1828 [006] |
Lögfesta (landamerkjaskrá) Sigurðar Jónssonar fyrir Gautlönd
rituð 28. maí 1828. Illskiljanleg, en þar má þó lesa að
Gautlandalækur ræður merkjum frá Arnarvatnsós suður í
Baldursheimskrók og áfram suðvestur í Sandvatnskrók, að Blesuholti
og so úr króknum beina stefnu vestur í Bjarna tjörn ... þaðan
beina stefnu til norðurs og í Föxu grófarbotn. |
1833 [011] |
Áreiðargjörð (kallar JGP það svo á umslagi) á
Landamerki Gautlanda og Hörgsdals 1833. Fjallað er um landamerki milli Gautlanda og Hörgsdals
og vitnað í vitnisburð fjögurra manna dags. 3. júní 1721 (fylgir ekki
með). frá sidri enda svokallaðrar Föxugrófar ad vestanverdu við
sokallaðan Dýnulæk, þángað til kemur sudur á mótsvid
midt Jafnafell. |
1850 [007] |
Álitsgjörð Jóns Espolin, búfræðings um
ræktunarskilyrði á Gautlöndum. Sennilega um miðja 19. öld segir
Jón Gauti Pétursson. |
1857 [019] |
Sóknarskjal Deila Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum
við alnafna sinn í Lundarbrekku 1858-59. Á 16 þéttskrifuðum
síðum rökstyður hann mál sitt um eignarrétt lands vestan
Sandvatns og veiði í vatninu. Krafa hans er að Landamerkin ... verði
ákveðinn þannig; frá Hörgsdals Landamerkjum að norðan
ráði Dýnulækur fram að botni sínum, og þaðan bein
stefna til Suðausturs í Bjarnatjörn. Skrifað á
Arndýsarstöðum 20. Aug 1857. |
1857 [008] |
Kort af Dínu og Sandvatni. örugglega það sem Jón
Sigurðsson vísar í í fyrrgreindu Sóknarskjali.
Virðist vanta á það stykki vinstra megin, þ.e. norðan við. |
1858 [020] |
Dómssátt milli Jónanna tveggja, gerð á Akureyri
19. júlí 1858, undirskrifuð af Jóni á Gautlöndum og
Ara Sæmundssyni ásamt lakk-innsiglum þeirra beggja. Upp lesin að
Ljósavatni 27. júní 1878 og færð í afsals og
veðbréfabók Þingeyjarsýslu No 209B. Þar segir
(1) Landamerki ... úr Bjarnapolli í Dínulæk, skuli þau
þó vera svo mikið austar, að þau stefni úr pollinum rjett
í Föxugróf. (2) Lundarbrekka skuli ætíð hjereptir eiga
frjálst nótlag eða fyrirdrátt fyrir silung í Sandvatni fyrir
svonefndum Nónlágum og þetta á öllum ársins tímum.
(3) Stórás fái að standa. (4) Jón á Gautlöndum
býðst til að taka helft kostnaðarins þó án
þess að álíta það skyldu sína. |
1860 [005] |
Útskipting Litlustrandar (hjáleigu) úr Sveinsstrandarlandi
14. júní 1860 ásamt vottum ofl. Gert að kröfu eigandans,
Jóns Árnasonar á (sic) Svínadal. Litlustrandarjörð er
þá talin þriðjungur af sameiginlegum jörðunum.
Norðurlandamerkin voru ákveðin svo: Gautlandagötur
ráði að vestan frá Sveinstrandarvaði [á Gautlandalæk]
til austurs í svokallað Miðleiti þaðan þaðan beina stefnu
í Suðvesturhornið á Sveinstrandartjörn. − Að norðaustan
skal ráða bein stefna úr norðausturhorni Tjarnarinnar í
Kráká. |
1861 [013] |
Áreiðargjörð á landamerkjum Sveinstrandar og
Arnarvatns kallar J.G.P. álit Þorsteins Jónssonar, Arngríms
Gíslasonar og Björns Bjarnasonar á Sveinsstrandar og Arnarvatns dags.
28. júní 1861. að svo nefnt tíðaskarð álitum
við órækt landamerki áður nefndra jarða samkvæmt eldri
og ýngri vitnisburðum; þaðan takist bein stefna vestur í
Arnarvatn, sunnanvert við Fagradalshól; en austur frá
tíðaskarði beint sunnanvert í Grænstjörn,
þarsem störinn nær saman, − þá álítum
við að þessi tjörn og kýllin úr henni eigi að
ráða austur í kráká.
Þessu fylgja vitnisburðir tveggja aðila
á sér blaði. Ari Helgason á Sveinsströnd segir:
úr miðju Skútustaðavaði, beina stefnu í
Grænstjörn sunnanvert þar sem stör nær saman, þaðan
beina stefnu í Bóndhól ... í Tíðaskarð og enn
þaðan beint í Fagradal. Jón Magnússon í
Hörgsdal segir úr Fagradal í Tíðaskarð og
úr Tíðaskarði í Skútustaðavað. |
1869 [001] |
Bréf Jóns á Gautlöndum 24. apríl 1869
þar sem hann byggir Jóni Hinrikssyni Litluströnd ásamt vel
skilgreindu sellandi vestur við Sandvatn. Athyglisvert að hann segir
Bjarnarstaðalandamerki vera beint úr Trítli í
vog þann er skerst austur úr Sandvatni sunnan við Sandvatnssel.
Það að hann nefnir Sandvatnssel bendir til
þess að þar hafi áður verið sel. |
1878 [021] |
Yfirlýsing Jóns Sigurðssonar þar sem hann
ítrekar að merkin séu Úr Bjarnapolli bein stefna til
norðurs í Föxugrófarbotna. Upp lesið á
manntalsþingi að Ljósavatni hinn 27. júní 1878,
ásamt Sættinni frá 1858, og fyrir það greidd 1 kr.
(Gæti verið það sama og Böðvar segir á umslangi
Lögbann Jóns Sig v. notkunar Stórásslands
um 1869. |
1884 [004] |
Landamerkjaskrá Gautlanda, handskrifuð 6. júní
1884 þinglýst 8. júní 1888. Sameiginlegt fyrir
Gautlönd, Bjarnarstaði og Stöng. Vesturmörk eru bein
stefna í norðvestur úr Bjarnapolli í Dínuholt er
liggja vestarlega í Dínu, utan undir Bárðardalsvegi; frá
Dínuholtum ræður Dínulækur útí
Föxugróf... Ljósrit úr sýslumannsbók
af sama (ætlaða) texta er til, en hann er með nokkrum alvarlegum villum
(vestur í stað austur) og mörgum minni. |
1887 [014] |
Sölubréf Jóns Jónssonar í
Víðikeri þar sem hann selur Jóni Sigurðssyni á
Gautlöndum Sveinsstrandarland vestan Krákár
((því, er hann átti eigi áður) og skifting
á engi Sveinsstrandar austan Krákár segir
J.G.P) ásamt þeim húsaræflum
12. maí 1887. Greiðsla 600 kr. fer í að borga skuld
Sigurgeirs bróður hans til Landsbankans. |
1890 [012] |
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Litluströnd rituð af
eiganda hennar Jóni Jónssyni 10. maí 1890. Vestan
Krákár móti Sveinsströnd að norðan ræður
merkigarður að Sveinstrandartjörn og þaðan bein stefna í
merkivörðu á svonefndu Miðleiti, þaðan bein stefna í
Sveinstrandarvað við Gautlandalæk. |
1891 [010] |
Afrit af kaupbréfi frá 1447. JGP segir á umslangi
Kaupbréf fyrir Hrakströnd (Sveinsströnd) frá 1447 (Nb.
Áður keypt undir Sveinsströnd 3ja kúa fóður úr
Grænavatnslandi). Upp skrifað 10. september 1891 og signet Jóns
Þorkelssonar undir. |
1905 [015] |
Pétur Jónsson lýsir yfir að hann selur Sigurgeiri
Jónssyni ábýlisjörð hans Bjarnarstaði, ennfremur
engi það er jörðinni Sveinströnd tilheyrir austan
Krákár og Norðan Strandakýls. Nánari kaupsamningur
verði gerður við afhendingu. Engin lýsing á landamerkjum. |
1910 [016] |
Pétur Jónsson bóndi á Gautlöndum gerir
kunnugt: .. að hafa Selt Sigurgeiri Jónssyni á Bjarnastöðum
öll hús á Sveinsströnd ásamt afnotarétti af
lóð undir þau meðan hann og hans niðjar nýta húsin.
Undanskilinn er mykjuhaugur er stendur norðan við bæinn. |
1915 [018] |
Lansdféhirðir lýsir yfir lausn veðbanda af
Bjarnastöðum, sem Jón sál. Sigurðsson hafi lagt
á jörðina. Stílað á Prófessor Jón
Kristjánsson. Texti ekki upp ritaður. |
1919 eða fyrr. [ST001] |
Teiknað kort af Stangarlandi. Fengið hjá Sigurði
Trausta á Stöng 2025. Selma Ásmundsdóttir telur
sennilegt að langafi hennar Ásmundur
Kristjánsson (1865−1927) hafi gert kortið. Má þá
gera ráð fyrir að það sé í tengslum við kaup
jarðarinnar 1919. Kortið gæti þó verið eldra
þar sem Kristján, faðir Ásmundar bjó
á Stöng frá því fyrir aldamótin. |
1919 [002] |
Kaupsamningur Pjeturs Jónssonar á Gautlöndum og
Ásmundar á Stöng 19. maí 1919. Vesturmörk eru skv.
Landamerkjaskrá 1884/8 Dýnulækur í
Föxugrófarbotn, þá Föxugróf ofan fyrir
Skolapoll. |
1922 [009] |
Landamerkjaskrá fyrir Gautlönd, undirrituð fyrir
hönd eigenda af Jóni Gauta Péturssyni 25. júní 1922.
árituð með samþykki nágranna. |
1936 [017] |
Kaupsamningur. Þórólfur í Baldursheimi með
umboð frá Þuríði Sigurgeirsdóttur í
Baldursheimi selur Jóni Gauta Péturssyni á Gautlöndum
hús og önnur mannvirki .. innan túngirðingar á
býlinu Sveinsströnd, og að girðingu meðtalinni. |
1993 [GJ001] |
Minnispunktar úr göngu Sigurðar Trausta
á Stöng, Böðvars og Sigurðar Guðna á
Gautlöndum og Geirfinns um landamerki Gautlanda og
Stangar norðan Sandfells þann 2. ágúst 1993.
Voru þetta fyrstu GPS mælingar
þarna. Staðalýsingar hafðar eftir
Böðvari og Sigurði Trausta. |