Gautlönd er víðáttumikil heiðarjörð sunnan
og vestan við Mývatn. Jörðin nær frá Kráká
í austri vestur að hreppamörkum á Fljótsheiði
og frá Arnarvatni og Helluvaði í norðri suður að
mörkum Heiða/Bjarnarstaða.
Frá Þjóðvegi 1 sést heim
að bænum í nokkrum fjarska í suðri þegar ekinn
er spölurinn næst Laxá milli Helluvaðs og Arnarvatns.
Á Gautlöndum er stundaður blandaður búskapur, með
mjólkurkýr og sauðfé. Frá þjóðvegi 1 er ekið heim að Gautlöndum nokkru austan við Arnarvatn, svokallaður Kjálka-afleggjari, mektur 849 að Baldursheimi. Gautlanda er fyrst getið í Víga−Skúta - og Reykdælasögum. Árið 1818 fluttu í Gautlönd Sigurður Jónsson og Bóthildur Þorkelsdóttir. Komu þau úr Lundarbrekku í Bárðardal. Síðan þá hafa afkomendur Sigurðar og síðari konu hans, Kristjönu Aradóttur, búið á Gautlöndum. Núverandi bændur, Jóhann og Sigurður Guðni Böðvarssynir, eru sjötti ættliður frá Sigurði. |