Gautlönd er víðáttumikil heiðarjörð sunnan og vestan við Mývatn. Jörðin nær frá Kráká í austri vestur að hrepp­amörkum á Fljóts­heiði og frá Arnar­vatni og Hellu­vaði í norðri og að mörk­um Heiðar/­Bjarnar­staða í suðri. Frá Þjóðvegi 1 sést heim að bænum í nokkrum fjarska í suðri þegar ekinn er spölurinn næst Laxá milli Hellu­vaðs og Arnar­vatns. Á Gautlöndum er stundaður blandaður búskapur, með mjólkurkýr og sauðfé.

Frá þjóðvegi 1 er ekið heim að Gautlöndum nokkru austan við Arnarvatn, svokallaður Kjálka-afleggjari, mektur 849 að Baldurs­heimi.

Gautlanda er fyrst getið í Víga−Skúta - og Reykdælasögum.

Árið 1818 fluttu í Gautlönd Sigurður Jónsson og Bóthildur Þorkelsdóttir. Komu þau úr Lundar­brekku í Bárðar­dal. Síðan þá hafa af­kom­end­ur Sigurðar og síð­ari konu hans, Krist­jönu Ara­dótt­ur, búið á Gaut­löndum. Þeirra þekkt­ast­ur er senni­lega Jón Sigurðs­son (1828−1889) sem var um skeið for­seti al­þingis.

Nú­ver­andi bændur, Jóhann og Sig­urður Guðni Böðvars­synir, eru sjötti ætt­lið­ur frá Sigurði.