![]() Frá þjóðvegi 1 er ekið heim að Gautlöndum nokkru austan við Arnarvatn, svokallaður Kjálka-afleggjari, mektur 849 að Baldursheimi. Gautlanda er fyrst getið í Víga−Skúta - og Reykdælasögum. Árið 1818 fluttu í Gautlönd Sigurður Jónsson og Bóthildur Þorkelsdóttir. Komu þau úr Lundarbrekku í Bárðardal. Síðan þá hafa afkomendur Sigurðar og síðari konu hans, Kristjönu Aradóttur, búið á Gautlöndum. Þeirra þekktastur er sennilega Jón Sigurðsson (1828−1889) sem var um skeið forseti alþingis. Núverandi bændur, Jóhann og Sigurður Guðni Böðvarssynir, eru sjötti ættliður frá Sigurði. |