Grunnur að ættartölu þeirri er hér birtist er frá Þor­steini Jóns­syni ætt­fræð­ingi kom­inn, en hann tók sam­an hið merka rit um Reykja­hlíðar­ætt­ina sem út kom í þrem­ur bind­um árið 1992. Af­henti hann okk­ur fús­lega þau vinnu­gögn sem fjalla um við af­komend­ur Sol­veig­ar á Gaut­lönd­um, en hún er, sem kunn­ugt er, ein dætra Jóns Þor­steins­son­ar, þess er Reykja­hlíðar­ætt er rak­in frá. Jón Sigurðs­son átti tvær dæt­ur utan hjóna­bands. Önnur barns­móð­ir Jóns (Sig­rún) var einn­ig af­kom­andi Jóns Þor­steins­son­ar og er ætt henn­ar rak­in í gögn­um Þor­steins ætt­fræð­ings Jóns­son­ar. Ættlegg hinnar dótturinnar (Sigríðar) skráði afkomandi hennar í Vesturheimi, Joan Frances Bjerring.
    Skrá Þor­steins var mjög stór og skipt­um við henni upp þann­ig að legg­ur hvers af­kom­anda er í sér­stakri skrá. Auk þess á­kváð­um við að laga línuskipti og málsgreinaskil. Því er ekki lokið, og birtast lagfærðu skrárnar sem „pdf“ skrár jafnóðum og þær eru tilbúnar. Þær skrár sem ekki er bú­ið að laga eru á „doc“ formi og verður að hlaða nið­ur sem slíkar.
    Nýtt merk­ingar­form er notað þann­ig allir fá bók­stafa­kenni. Fyrsta barn Jóns og Sol­veig­ar (Sigurður) fær kenn­­ið „a“, ann­að barn „b“ og þann­ig áfram. Fyrsta barn Sigurðar fær kenn­ið „aa“, ann­að „ab“. Þann­ig fær barn í sjötta ættlið frá Jóni og Sol­veigu 6 stafa kenni. Til dæm­is fær Jó­hann, bóndi á Gaut­lönd­um kenn­ið „edcb“ sem þýðir að hann er 4. ætt­lið­ur frá Jóni og Sol­veigu og ein­hlítt er að rekja hvernig.
    Allar við­bæt­ur og leið­rétt­ing­ar eru þegn­ar. Við ger­um okkur ekki grein fyrir hversu marg­ir hafa á­huga á að breyta og upp­færa þessar skrár til nú­tím­ans en við ætl­um að gera til­raun með það og biðjum þá sem vilja senda leið­rétt­ing­ar að skrifa okkur á neðan­greindum net­föng­um:
4. júlí 2018/gj